Ferðaþjónusta í lítt snortinni náttúru

Reykjarfjörður er á sýslumörkum Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu og taldist hann til austustu byggðar Grunnavíkursóknar á meðan sú sókn var við lýði. Er hann syðsti fjörður Hornstranda og sá sem var lengst í byggð. Samfelldur búskapur lagðist af árið 1959, var í eyði árið 1960. Síðast búið í Reykjarfirði 1961 – 1964.

Í Reykjarfirði má finna fallegar „perlur“ í  náttúrunni.  Drangajökull blasir við í vesturátt, andstæða hans  eru heitar uppsprettur og úr einni þeirra rennur vatn í sundlaugina sem vígð var árið 1938.

Frá árinu 1965 hafa afkomendur ábúenda haft þar sumardvöl og frá 1984 hefur verið rekin ferðaþjónusta í Reykjarfirði.

Í Reykjarfirði er boðið upp á fjölbreytta gistingu. Boðið er upp á svefnpokagistingu í Gamlahúsinu, þar eru 6 herbergi með 22 rúmum, sameiginlegu eldhúsi og klósetti. Það er ekki sturta í húsinu. Síðan bjóðum við upp á gistingu í litlu húsi sem kallast Ástarhreiðrið og þar er rúm fyrir 5 og eldhúsaðstaða. Gott tjaldstæði er líka í Reykjarfirði.  Nánari lýsingu og myndir finnið þið í flipa hér til vinstri merktan Gisting.

Vefumsjón